Eftirlit með aðstæðum frelsissviptra - OPCAT
OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Markmiðið með bókuninni er að koma á reglubundnum heimsóknum óháðra, alþjóðlegra og innlendra aðila á staði þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu, með það fyrir augum að koma í veg fyrir pyndingar og aðra illa meðferð þeirra.
Nánar um OPCAT