OPCAT-eftirlitinu er sinnt af frumkvæðiseiningu umboðsmanns Alþingis. Þar starfa reyndir lögfræðingar ásamt sálfræðingi sem helgar sig þessu eftirliti. Sérfræðingar sem umboðsmaður leitar til, svo sem læknar, taka einnig þátt í eftirlitinu með starfsmönnum umboðsmanns.
Heimsóknarteymið er hverju sinni sett saman með hliðsjón af þeim stað og starfsemi sem til stendur að skoða. Þó koma aldrei færri en tveir fulltrúar í heimsókn.