skuli-magnusson-umbodsmadur.jpgFerilskrá

(For English version click here)

Almennar upplýsingar

Fæddur 14. október 1969 í Reykjavík, íslenskur ríkisborgari.
  

Menntun

Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, náttúrufræðideild, janúar 1990 (1. einkunn). Nám (ERASMUS) í evrópurétti við Katholieke universiteit Leuven september 1994 til janúar 1995. Cand. juris frá Háskóla Íslands júní 1995 (1. einkunn). Magister juris in European and Comparative Law frá Oxfordháskóla, University College, október 1998.
  

Störf

Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness frá september 1995 til ágúst 1998 (settur 1. september 1995, skipaður 1. september 1996, veitt leyfi 1. október 1997 og lausn frá störfum 1. ágúst 1998). Aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá janúar 1998 til ágúst 2000. Skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. febrúar 2004, veitt leyfi frá og með 15. apríl 2007 til að gegna starfi dómritara EFTA-dómstólsins. Skipaður dómritari EFTA-dómstólsins til þriggja ára frá og með 15. apríl 2007 og á ný frá og með 15. apríl 2010. Kom úr leyfi og tók aftur við embætti héraðsdómara 1. september 2012. Settur dómari í Landsrétti frá 1. janúar 2021 til 30. mars þess árs. Settur dómari í einstökum málum í Hæstarétti frá 2017 til 2021. Skipaður dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur 1. apríl 2021, veitt lausn frá og með 1. maí þess árs. Hefur setið í fimm gerðardómsmálum frá 2005, í öll skiptin sem formaður.

Kjörinn umboðsmaður Alþingis frá og með 1. maí 2021.
  

Lögmannsstörf

Veitt réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi apríl 1997 að undangengnum málflutningi í fjórum prófmálum.

  
Stjórnsýslustörf

Fulltrúi sýslumannsins í Keflavík frá júní til ágúst 1995. Ritari kærunefndar útboðsmála frá 1. maí 1999 til 31. desember 2002. Varamaður í kærunefnd upplýsingamála frá 1. janúar 2005 til 15. apríl 2007. Dómaritari (skrifstofustjóri) EFTA-dómstólsins 15. apríl 2007 til 1. september 2012. Formaður kærunefndar útboðsmála 10. maí 2013 til 1. apríl 2019.

Varamaður í gjafsóknarnefnd frá 30. júní 2020. Varamaður, tilnefndur af Landsrétti, í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti dómara frá 2020 til 2025.
  

Fræðistörf og kennsla

Stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1993 og Háskóla Íslands árin 1995, 1997, 1998 og 1999 (sjá nánar meðfylgjandi rita- og fyrirlestraskrá). Lektor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1. ágúst 2000 til 1. október 2002. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands frá þeim tíma til þessa dags. Dósent í 20% starfi frá 1. febrúar 2004. Í leyfi frá og með 1. maí 2021. Gestafræðimaður (visiting scholar) við Oxford-háskóla 1. október til 1. desember 2020.

Um ritstörf og helstu fyrirlestra vísast til ritaskrár.
  

Annað

Hefur setið í eftirfarandi nefndum á vegum Stjórnarráðs Íslands sem fengist hafa við stefnumótun eða undirbúning og gerð lagafrumvarpa: Nefnd um rafræna stjórnsýslu, skipuð af forsætisráðherra 7. nóvember 2000; nefnd til endurskoðunar laga um birtingu laga og stjórnvaldserinda, skipuð af dómsmálaráðherra 22. september 2000; starfshópur dómsmálaráðherra um breytingu á skipan löggæslumála, skipaður af dómsmálaráðherra 11. nóvember 2003.

Var kosinn af Alþingi 16. júní 2010 til setu í stjórnlaganefnd samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í lögum nr. 90/2010 um stjórnlagaþing. Þá sat hann í stjórnarskrárnefnd, skipaður af forsætisráðherra, frá 2013 til 2014 og aðstoðaði stjórnarskrárnefnd 2017 til 2021, m.a. við frumvarpsgerð.

Hefur verið varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu frá 1. júní 2010.

Var formaður Dómarafélags Íslands frá 2013 til 2018.

Var 2018 skipaður af grænlenska þjóðþinginu, Inatsisartut, sem ráðgjafi grænlenska stjórnarskrárráðsins.

  

  
Ritaskrá