09. maí 2025

OPCAT-eftirlit í fangelsinu á Hólmsheiði

Í vikunni hefur umboðsmaður og sex manna teymi hennar kynnt sér aðstæður fanga í fangelsinu á Hólmsheiði. Þetta er liður í OPCAT-eftirliti með stöðum þar sem frelsissvipt fólk dvelur.

Fangelsið á Hólmsheiði er næst stærsta fangelsi landsins og að þessu sinni tók athugunin til þess alls líkt og gert var á Litla-Hrauni árið 2022. Áður hefur verið gerð úttekt á Hólmsheiði. Annars vegar á stöðu fólks sem sætir gæsluvarðhaldi þar og hins vegar stöðu kvenkyns fanga. Samhliða því að kynna sér aðbúnað og starfshætti í fangelsinu var rætt í trúnaði við bæði fanga og starfsfólk. Meðal annars var lögð áhersla á að skoða verklag er lýtur að hugsanlegum þvingunum og öryggisráðstöfunum. Fangelsið er bæði gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun dóma.

Eftir hverja heimsókn er gerð skýrsla og birt á vef umboðsmanns þar sem greint er frá helstu niðurstöðum og eftir atvikum bent á leiðir til úrbóta.

 

 

Tengdar fréttir

Aðbúnaður kvenfanga á Hólmsheiði og Sogni skoðaður

Eftirlit með aðbúnaði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði

OPCAT eftirlit á Litla-Hrauni