Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands er lokið. Áfram verður þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum.
Tilefni athugunarinnar var synjun skrifstofu forseta á beiðni fréttastofu RÚV um að fá dagskrá forsetans afhenta. Í svörum hennar til umboðsmanns kom meðal annars fram að afgreiðsla á beiðnum RÚV um upplýsingar hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum.
Bréf umboðsmanns til skrifstofu forseta Íslands
Tengd frétt
Umboðsmaður skoðar upplýsingagjöf hjá forsetaembættinu