Umboðsmaður brýnir fyrir Reykjavíkurborg að gæta að reglum um málshraða eftir að það tók meira en tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði.
Þá gekk umboðsmanni erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins. Meðal annars þar sem ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma og ítrekað þurfti að ganga eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Af þessu tilefni hefur umboðsmaður ákveðið að taka til skoðunar hvort rétt sé að hefja frumkvæðisathugun á því hvernig aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu sviðsins sé háttað.
Mál nr. 12911/2024