Umboðsmaður og teymi á hans vegum heimsótti þrjú búsetuúrræði Vinakots í Hafnafirði í vikunni á grundvelli OPCAT-eftirlits hans.
Þar dvelja nú fimm ungmenni og er þetta fyrsta eftirlitsheimsókn umboðsmanns í slíkt búsetuúrræði. Skoðaðar voru aðstæður og aðbúnaður og rætt við íbúa, starfsfólk og stjórnendur.
Á vef Vinakots segir að úrræðið sé fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Vandinn getur falið í sér einhverfu, ADHD, félagslega einangrun, bágar uppeldisaðstæður og fleira. Áhersla sé lögð á heimilislegan brag þar sem hvert og eitt hafi sitt eigið herbergi sem það geri að sínu meðan á dvöl standi.
Eftir heimsóknina gefur umboðsmaður út skýrslu með niðurstöðum sínum.