Umboðsmaður hefur óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Landspítala um langtímavistun tiltekins sjúklings á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar á Kleppi. Einnig spyr hann landlækni hvort embættið hafi komið að málinu, hafi á annað borð verið vitneskja um vistunina þar.
Umboðsmaður og starfsfólk hans heimsótti réttargeðdeild og öryggisgeðdeild á Kleppi í júní sl. Í kjölfarið var óskað eftir upplýsingum og gögnum um vistun sjúklinga á öryggisgangi réttargeðdeildar á tilteknu tímabili. Í svörum spítalans kemur meðal annars fram að sjúklingur hafi dvalið í 572 daga á öryggisganginum. Af þessu tilefni hefur umboðsmaður, á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar, meðal annars óskað eftir upplýsingum um aðdraganda þeirrar vistunar, ákvarðanir í tengslum við hana, hvernig upplýsingagjöf var háttað, aðbúnað sjúklingsins á öryggisganginum og hvaða takmörkunum hann þurfti að sæta á hverjum tíma fyrir sig.
Bréf umboðsmanns til Landspítalans
Bréf umboðsmanns til landlæknis
Svar Landspítala við fyrirspurn umboðsmanns um vistun sjúklinga á öryggisgangi réttargeðdeildar
Tengd frétt
Viðbrögð umboðsmanns vegna heimsóknar á Klepp