Hinn 10. júlí 2012 kvartaði A yfir töfum á afgreiðslu úrskurðarnefndar almannatrygginga á máli er varðaði umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 6. september 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Í skýringum úrskurðarnefndar almannatrygginga til umboðsmanns vegna málsins kom fram að úrskurður í málinu, dags. 9. ágúst 2012, hefði nú verið sendur lögmanni A. Umboðsmaður taldi því ekki efni til að aðhafast frekar og lauk athugun sinni.