Umboðsmaður hefur lokið athugun á niðurgreiðslu brjóstaskimana vegna krabbameinsleitar, þar sem allar konur njóta nú sömu niðurgreiðslu.
Sú tilhögun að konur í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbameini fengju ekki sömu niðurgreiðslu á brjóstaskimun og aðrar konur var tekin til athugunar. Meðal annars var óskað eftir skýringum á því hvaða forsendur væru fyrir því að niðurgreiða ekki skimun kvenna í áhættuhópi að sama marki og annarra. Í kjölfarið breytti heilbrigðisráðuneytið fyrirkomulaginu þannig að konur í áhættuhópum fá sömu niðurgreiðslu og hinar frá 1. apríl sl. Ekki er því ástæða til að halda athuguninni áfram.
Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins
Tengd frétt
Óskað skýringa á margföldum mun á greiðslum fyrir brjóstaskimun