21. janúar 2025

Óskað skýringa á margföldum mun á greiðslum fyrir brjóstaskimun

Umboðsmaður hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um hvaða forsendur séu fyrir því að niðurgreiða ekki brjóstaskimun kvenna í áhættuhópi að sama marki og annarra.

Fram kom í fréttum í fyrir skömmu að konur í áhættuhópnum þurfi að greiða 12.000 krónur fyrir skimun en aðrar 500 krónur. Óskað er eftir upplýsingum um niðurgreiðslurnar og hvaða forsendur Iiggi þeirri ákvörðun til grundvallar að niðurgreiða ekki brjóstaskimun kvenna í áhættuhópi að sama marki og brjóstaskimun annarra kvenna.

  

   

Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins