30. janúar 2024

Skert símaþjónusta Lyfjastofnunar til skoðunar

Nýverið var greint frá því að símtölum væri ekki svarað lengur með hefðbundnum hætti hjá Lyfjastofnun heldur þyrfti að óska eftir því að fá símtal frá henni. Umboðsmaður hefur því beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um þetta.

Vill hann meðal annars vita hvort ráðuneytinu hafi verið kunnugt um þessar breytingar, hvers vegna þær hafi verið taldar nauðsynlegar og hvaða mat liggi því til grundvallar að tveggja klukkustunda úthringitími starfsmanna stofnunarinnar nægi til að sinna skyldum hennar. Jafnframt er óskað eftir afstöðu ráðuneytisins til þess hvort og þá hvernig slíkir starfshættir samrýmist sjónarmiðum um málshraða og leiðbeiningarskyldu í stjórnsýslu og vönduðum stjórnsýsluháttum. Loks er beðið um  upplýsingar um hvort fólk fái afrit af símtalsbeiðni sinni til Lyfjastofnunar eða einhverja staðfestingu á því að erindið hafi verið sent svo hægt sé að fylgja því eftir.

  

 

Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins