Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað spurningum umboðsmanns um hæfi og fleira, við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til Hafsilfurs ehf., og ráðuneytið afhent gögn.
Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.
Framhald málsins er nú til skoðunar hjá umboðsmanni.
Bréf fjármálaráðherra til umboðsmanns
Tengdar fréttir
Fjármálaráðherra beðinn um frekari skýringar um hæfi sitt við sölu á hlut í Íslandsbanka
Svar fjármálaráðherra við spurningum um sölu á hlut í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra spurður út í sölu á hlut í Íslandsbanka