05. apríl 2023

Frekari skýringar ráðuneytis vegna birtingar vinnuskjala

Umboðsmanni hefur borist svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í kjölfar þess að hann óskaði frekari upplýsinga um birtingu vinnuskjala og þagnarskyldu.

Í svari ráðuneytisins segir m.a. að orðalag tilkynningar á vef ráðuneytisins 9. mars sl. hafi ekki verið nægilega nákvæmt og þannig ekki í samræmi við þá lögfræðilegu túlkun sem lýst hefði verið í fyrra svari ráðuneytisins.

„Í samræmi við þá almennu stefnu ráðuneytisins að bregðast við ábendingum um vöntun á skýrleika eða nákvæmni og að leiðrétta slíkt eftir því sem frekast er unnt telur ráðuneytið rétt að uppfæra tilkynninguna með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem reifuð hafa verið í fyrri samskiptum við umboðsmann.“

Framhald málsins er til skoðunar hjá umboðsmanni.

   

Bréf fjármála- og efnahagsráðuneytis

   

   

Tengdar fréttir

Frekari upplýsinga óskað um birtingu vinnuskjala og þagnarskyldu

Svar fjármálaráðherra við spurningum um birtingu vinnuskjala

Spurt um birtingu vinnuskjala