27. mars 2023

Svar fjármálaráðherra við spurningum um sölu á hlut í Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns um hæfi hans o.fl. við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til Hafsilfurs ehf.

Í bréfinu er gerð grein fyrir lagalegum grundvelli sölunnar og hver ábyrgð ráðherra hafi verið á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Þá er aðdragandi, undirbúningur og framkvæmd sölunnar tíunduð m.a. m.t.t. sérstaks hæfis ráðherra og farið yfir aðkomu hans að útboðinu. Undir lok bréfsins segir:

Að teknu tilliti til þess hvaða reglur gilda um almenn útboð af þessu tagi, framkvæmd þeirra og hvernig aðkomu ráðherra að slíku söluferli er háttað, er það mat ráðuneytisins, að þrátt fyrir að eftir lok útboðsins hafi komið fram upplýsingar um að einn kaupenda í útboðinu hafi verið félagið Hafsilfur ehf. sé ekki ástæða til að ætla að ráðherra hafi verið vanhæfur, með vísan til ákvæða stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi, til að taka ákvörðun um sölu á hlutum í Íslandsbanka, á grundvelli tillögu Bankasýslu ríkisins, þann 22. mars 2022.

Framhald málsins er til skoðunar hjá umboðsmanni.

   

    

Bréf fjármálaráðherra til umboðsmanns

  

  

Tengd frétt

Fjármálaráðherra spurður út í sölu á hlut í Íslandsbanka