12. október 2022

Vegagerðin spurð hvort rafræn skilríki séu nauðsynleg til að nýta Loftbrú

Umboðsmaður óskaði fyrir skemmstu eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort nauðsynlegt sé að hafa rafræn skilríki til að geta nýtt styrk í svokallaðri Loftbrú í innanlandsflugi og ef svo er hvernig það samrýmist stjórnsýslulögum.

Ábending barst um að einungis væri hægt að nýta styrkinn með því að skrá sig inn á þjónustuvefinn island.is og til þess þurfi rafræn skilríki. Önnur úrræði til að nálgast afsláttarkóða til að bóka flug stæði ekki til boða. Umboðsmaður spurði því Vegagerðina hvort svona væri í pottinn búið og benti á að enn sem komið er eigi ekki öll kost á rafrænum skilríkjum, svo sem vegna fötlunar.

Í kjölfar svars frá Vegagerðinni er umboðsmaður nú með framhald málsins til skoðunar.  

  

  

Bréf umboðsmanns til Vegagerðarinnar

Svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns