Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Útlendingar.

(Mál nr. 12966/2024)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á kæru og skorti á svörum við erindi.

Nefndin upplýsti að málið hefði verið fellt niður í kjölfar þess að viðkomandi hefði afturkallað kæruna. Ekki var því ástæða til aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 11. desember 2024.

  

  

Vísað er til kvörtunar A 15. október sl. sem lýtur m.a. að því að kærunefnd útlendingamála hafi ekki enn afgreitt kæru hans frá 26. mars sl. Þá kvartar hann yfir því að erindi hans 27. september sl., þar sem m.a. var gerð krafa um forgangsmeðferð kærunnar, hafi ekki verið svarað.

Í tilefni af kvörtuninni var kærunefnd útlendingamála ritað bréf 27. nóvember sl. þar sem þess var óskað, með vísan til 7. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að kærunefndin veitti umboðsmanni upplýsingar um hvað liði meðferð og afgreiðslu stjórnsýslukæru A svo og framangreindu erindi hans.

Samkvæmt svari kærunefndarinnar 10. desember sl. var framangreint mál fellt niður 11. nóvember sl. í kjölfar þess að A afturkallaði kæru sína.

Þar sem að kvörtunin lýtur að töfum og nú liggur fyrir að málið hefur verið fellt niður hjá kærunefndinni tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Hinn 26. september var undirrituð kjörin umboðsmaður Alþingis og tók við embætti 31. október sl. Hef ég því farið með mál þetta frá þeim tíma.