Opinberir starfsmenn. Ráðningar í opinber störf. Auglýsing á lausu starfi. Framsetning auglýsingar. Stigagjöf við mat. Vandaðir stjórnsýsluhættir. Ábending.

(Mál nr. 12513/2024)

Kvartað var yfir ráðningu í starf hjá Háskóla Íslands og að litið hefði verið fram hjá hæfni viðkomandi sem taldi sig búa yfir mun meiri menntun og reynslu en sá sem var ráðinn.  

Ekki varð annað séð af gögnum málsins og skýringum háskólans en að það hefði farið fram heildstætt mat á umsækjendum á grundvelli þeirra sjónarmiða sem gefin voru til kynna í auglýsingu um starfið. Að sama skapi hefði samanburður á umsækjendum byggst á málefnalegum sjónarmiðum og áherslum með tilliti til þeirra verkefna og ábyrgðar sem bundin voru starfinu. Þrátt fyrir þetta kom umboðsmaður ábendingum á framfæri við rektor skólans vegna framsetningar auglýsingarinnar og þeirrar aðferðar sem viðhöfð var við mat á umsækjendum. Þær ábendingar höfðu þó ekki áhrif á niðurstöðu umboðsmanns.

    

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi 30. október 2024.