Kvartað var yfir svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn um skyldu fyrirtækis til að greiða kostnað við svokallaða millivottun vegna jafnlaunavottunar.
Í svari ráðuneytisins var að hluta til tekið undir athugasemdir í kvörtuninni og greint frá því að ráðgert væri hefja endurskoðun á vottunarferlinu. Taldi umboðsmaður því ekki tilefni til að halda athugun sinni áfram að svo stöddu en fylgst yrði með framganginum.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 16. júlí 2024.