Umboðsmaður og nokkrir starfsmenn hennar skoðuðu fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu í síðustu viku, kynntu sér aðbúnað þar og ræddu við bæði fanga og starfsfólk.
Þetta er liður í OPCAT eftirliti umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissvipt fólk dvelur. Heimsóknin kom meðal annars til af fréttum um að útlendingar hafi, sökum plássleysis í fangelsum, verið vistaðir í gæsluvarðhaldi í fangageymslunum þar á meðal á Hverfisgötu, til að tryggja framkvæmd brottvísunar þeirra.
Gerð er skýrsla um hverja eftirlitsheimsókn þar sem greint er frá niðurstöðum og bent á leiðir til úrbóta ef tilefni þykir til. Skýrslur eru birtar á vef umboðsmanns þegar þær liggja fyrir.