19. júní 2024

OPCAT-eftirlit á hjúkrunarheimilinu Skjóli

Aðbúnaður og aðstæður þeirra sem dvelja á tveimur deildum á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík voru skoðaðar í þessari og síðustu viku af umboðsmanni og starfsmönnum hans. Meirihluti íbúa deildanna er með heilabilunarsjúkdóm og býr við aðgangstakmarkanir.

Heimsóknin er liður í OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja. Þetta er önnur slík á hjúkrunarheimili en áður hefur verið farið á Sunnuhlíð í Kópavogi. Rætt var við íbúa, starfsfólk og stjórnendur. Skýrsla um heimsóknina með ábendingum og tilmælum um atriði sem betur mega fara verður gefin út síðar.