Í fyrstu eftirfylgniskýrslu sinni áréttar umboðsmaður fyrri tilmæli og ábendingar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna fangageymslunnar við Hverfisgötu.
Farið var í heimsóknina til að fylgja eftir OPCAT-skýrslu sem kom út árið 2020 en OPCAT-eftirlit umboðsmanns felur í sér að fylgjast reglubundið með starfsemi á þeim stöðum sem frelsissviptir dvelja. Þótt brugðist hafa verið með einhverjum hætti við flestu í áðurnefndri skýrslu, ýmislegt verið fært til betri vegar og enn sé unnið að öðru, þá vantar ennþá töluvert upp á.
Í kjölfar eftirfylgninnar og jafnframt tiltekinna ábendinga frá nefnd um eftirlit með lögreglu, var talið tilefni til að fara í óvænta heimsókn í fangageymsluna að nóttu til og kanna þar aðstæður og aðbúnað, einkum með áherslu á umsjón með vistuðum. Fjallað er um þá heimsókn og sérstaka skýrslu þar að lútandi í annarri frétt á vef umboðsmanns.
Skýrsla umboðsmanns um eftirfylgni í fangageymslunni á lögreglustöðinni á Hverfisgötu