03. mars 2025

Athugun lokið á afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um dvalarleyfi

Í kjölfar skýringa Útlendingastofnunar hefur umboðsmaður lokið athugun á afgreiðslu stofnunarinnar á umsóknum um dvalarleyfi. Áréttað er að það kunni að vera nauðsynlegt fyrir stjórnvald að koma á framfæri viðeigandi upplýsingum og leiðréttingum á röngum frásögnum í fjölmiðlum.

Sjónir umboðsmanns beindust meðal annars að því hvort lögum hefði verið beitt afturvirkt, birtingu ákvarðana og leiðbeiningarskyldu stjórnvaldsins. Í ljósi svara Útlendingastofnunar er ekki tilefni til að halda athuguninni áfram að svo stöddu en fylgst verður með framkvæmdinni hjá stofnuninni. Umboðsmaður bendir á að stofnunin hafi að ákveðnu leyti brugðist við umfjöllun um þá breyttu framkvæmd sem var kveikjan að athuguninni, m.a. á heimasíðu sinni. Engu að síður er áréttað mikilvægi þess að verði stjórnvald vart við að ekki hafi verið rétt eftir því haft eða frásagnir í fjölmiðlum séu efnislega rangar eða til þess fallnar að valda misskilningi, kunni að vera nauðsynlegt að bregðast við með því að koma á framfæri viðeigandi upplýsingum eða eftir atvikum leiðréttingu, með þeim hætti að líklegt sé að nái til sem flestra sem hafa hagsmuna að gæta.

  

  

Bréf umboðsmanns til Útlendingastofnunar

  

  

Tengd frétt

Útlendingastofnun beðin um upplýsingar um dvalarleyfisumsóknir