Kristín Benediktsdóttir hefur tekið til starfa sem umboðsmaður Alþingis. Hún var kjörin frá 1. október en þurfti að ljúka skyldustörfum sínum og verkefnum á öðrum vettvangi áður en hún gat leyst forvera sinn af hólmi. Í millitíðinni var Helgi I. Jónsson settur umboðsmaður.
Á myndinni eru Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, Kristín Benediktsdóttir, umboðsmaður Alþingis og Birgir Ármannsson forseti Alþingis.
Tengdar fréttir
Kristín Benediktsdóttir kjörin umboðsmaður Alþingis
Settur umboðsmaður í október