Aðbúnaður í fangageymslum á Akranesi og í Borgarnesi var skoðaður í vikunni sem og öll aðstaða þar. Heimsóknin er liður í OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissvipt fólk dvelur.
Rætt var við stjórnendur og starfsfólk og verður gefin út skýrsla með niðurstöðum þegar þar að kemur. Í henni verður að finna ábendingar og tilmæli um það sem betur má fara ef þurfa þykir.