Dómstólar og réttarfar. Starfssvið umboðsmanns Alþingis.

(Mál nr. 11441/2021)

Kvartað var yfir málsmeðferð hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þar sem starfssvið umboðsmanns tekur ekki til starfa dómstóla voru ekki skilyrði til að hann fjallaði um kvörtunina.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 21. desember 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 15. desember sl. yfir málsmeðferð hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samkvæmt lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, tekur starfssvið umboðsmanns að jafnaði til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í b-lið 4. mgr. 3. gr. laganna er sérstaklega tekið fram að starfssvið umboðsmanns taki ekki til starfa dómstóla. Í samræmi við það fellur utan starfssviðs míns að fjalla um málsmeðferð eða niðurstöðu dómstóla í einstökum málum sem fyrir þá hafa verið lögð. Það eru því ekki uppfyllt lagaskilyrði til þess að ég fjalli um erindi yðar.

Með vísan til framangreinds brestur lagaskilyrði til þess að ég geti fjallað um kvörtun yðar og lýk ég því athugun minni á málinu, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.