Atvinnuleysistryggingar.

(Mál nr. 2248/1997)

A kvartaði yfir því að makalífeyrir úr lífeyrissjóði væri dreginn frá atvinnuleysisbótum hennar. Í bréfi til A rakti umboðsmaður ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, og ummæli úr greinargerð með frumvarpinu, þar sem fram kom, að ætlunin væri að allar lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum kæmu til frádráttar bótum. Umboðsmaður taldi því niðurstöðuna í máli A eiga skýra stoð í lögum. Hann tók fram, að það væri ekki hlutverk umboðsmanns Alþingis að leggja dóm á það hvernig til hefði tekist um löggjöf sem Alþingi hefði sett.