Almannatryggingar. Lífeyristryggingar.

(Mál nr. 6786/2011)

A kvartaði yfir úrskurði úrskurðarnefndar almannatrygginga þar sem kæru hans á ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja beiðni hans um endurupptöku máls, þar sem upphafstímamark örorkugreiðslna til hans var ákvarðað, var vísað frá úrskurðarnefndinni sem of seint fram kominni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. mars 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns til úrskurðarnefndar almannatrygginga vegna málsins ákvað nefndin að taka málið til nýrrar athugunar. Umboðsmaður lauk því meðferð sinni á málinu en tók fram að A gæti leitað til sín á ný að fengnum nýjum úrskurði í málinu væri hann þá enn ósáttur.