Hinn 7. desember 2011 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna bréfs er hún sendi ráðuneytinu 27. júlí 2011.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. janúar 2012, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Í skýringum mennta- og menningarmálaráðuneytisins kom fram að erindinu hefði nú verið svarað með bréfi dags. 13. janúar 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina og lauk málinu.