Skattar og gjöld. Vanrækslugjald.

(Mál nr. 6677/2011)

A kvartaði yfir reglum um skoðunarskyldu bifreiða sem hann taldi fela í sér mismunun og sekt sem hann hlaut fyrir að hafa ekki fært tjaldvagn sinn til skoðunar.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. október 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 og 2. tölul. K-liðar 6. gr. forsetaúrskurðar nr. 125/2011, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, taldi umboðsmaður rétt að A leitaði úrlausnar innanríkisráðuneytisins áður en hann leitaði til sín með kvörtun vegna málsins og lauk umfjöllun sinni um erindið. Umboðsmaður tók þó fram að teldi A úrlausn innanríkisráðuneytisins ekki viðunandi og að hann væri enn beittur rangindum að henni fenginni væru honum heimilt að bera fram nýja kvörtun.