A kvartaði yfir því að síðasti dagur til að færa létt bifhjól til skoðunar án vanskila hefði verið 31. ágúst 2011 þrátt fyrir að númer hjólsins endaði á tölustafnum níu. A var ósáttur við að sérreglur giltu um skoðunartíma léttra bifhjóla.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. október 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 og 2. tölul. K-liðar 6. gr. forsetaúrskurðar nr. 125/2011, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, taldi umboðsmaður rétt að A biði úrlausnar innanríkisráðuneytisins á málinu en erindi hans bar með sér að hafa m.a. verið sent þangað. Umboðsmaður tók þó fram að teldi hann úrlausn innanríkisráðuneytisins ekki viðunandi og að hann væri enn beittur rangindum að henni fenginni væru honum heimilt að bera fram nýja kvörtun.