A kvartaði yfir því að leigubílstjórar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefði starfsleyfi Vegagerðarinnar, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 134/2001, um leigubifreiðar. A taldi þetta leiða til misnotkunar leigubifreiðastöðvanna á aðstöðu sinni gagnvart leigubílstjórum.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. október 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Umboðsmaður benti á að löggjafinn hefði ákveðið að kveða á um stöðvaskyldu og hefði því skýra afstöðu tekið til þess atriðis. Umboðsmaður taldi því bresta skilyrði til að hann gæti málið til frekari athugunar að því leyti, sbr. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997, þar sem fram kemur að starfssvið umboðsmanns taki ekki til starfa Alþingis. Umboðsmaður benti A einnig á að væri hann leigubílstjóri og teldi brotið á réttindum sínum gæti hann leitað til innanríkisráðuneytisins með kæru vegna ákvarðana vegagerðarinnar eða leigubifreiðastöðva, sbr. 4. gr. laga nr. 134/2001. Ákvæði hann að gera það en teldi sig enn órétti beittan að fengnum úrskurði ráðuneytisins gæti hann leitað til sín að nýju.