Fangelsismál.

(Mál nr. 6564/2011)

A kvartaði yfir því að enn hefði ekki verið reist nýtt hegningarhús hér á landi, svo sem áform hefðu verið um í nokkur ár.

Umboðsmaður Alþingis lauk umfjöllun sinni um kvörtunina með bréfi, dags. 8. ágúst 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Umboðsmaður fékk ekki séð að erindi A lyti að tiltekinni ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi í máli hans sjálfs eða að það athafnaleysi sem kvörtunin beindist að varðaði A svo sérstaklega að hann gæti af því tilefni borið fram kvörtun samkvæmt lögum nr. 85/1997, sbr. 4. gr. laganna. Umboðsmaður lauk því málinu.