Opinberir starfsmenn. Einelti.

(Mál nr. 6407/2011)

A kvartaði yfir því að forstöðumaður ríkisstofnunarinnar X hefði ekkert aðhafst í tilefni af kvörtun sinni yfir einelti. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 3. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í skýringum X kom fram að á næstu dögum yrði A sent svarbréf þar sem gerð yrði grein fyrir afstöðu stofnunarinnar til erindis hans og rökstuðningi fyrir því áliti. Þar sem kvörtun A til umboðsmanns laut að því að X hefði ekkert aðhafst í tilefni af kvörtun yfir einelti taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar að svo stöddu en tók fram að A væri heimilt að leita til sín að nýju yrði frekari óeðlilegur dráttur á afgreiðslu málsins.