Meðlag. Innheimta. Skilyrði þess að kvörtun verði tekin til meðferðar.

(Mál nr. 441/2025)

A kvartaði yfir málsmeðferð sýslumannsins á Norðurlandi vestra í tengslum við innheimtu meðlagsskulda vegna tveggja barna A.

Í svörum sýslumanns við fyrirspurn umboðsmanns kom fram að málið hefði ekki verið endanlega til lykta leitt af hálfu embættisins. Umboðsmaður taldi því að skilyrði stæðu ekki til nánari athugunar á kvörtuninni að svo stöddu.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 28. nóvember 2025.