Kvartað var yfir innheimtu fargjalds fyrir svokallaðar „upphringiferðir“ með Hríseyjarferjunni Sævari.
Umboðsmaður vísaði til þess að af þjónustusamningi Vegagerðarinnar og Almenningssamgangna ehf. yrði ráðið að þótt rekstur ferjunnar væri á hendi einkaréttarlegs aðila væri forræði og endanlegt ákvörðunarvald um gjaldskrá ferjusiglinga hennar hjá Vegagerðinni sem væri sérstök ríkisstofnun sem heyrði undir innviðaráðherra. Í ljósi þeirra yfirstjórnunnar- og erftirlitsheimilda sem innviðaráðherra fer með gagnvart Vegagerðinni taldi umboðsmaður rétt að aðfinnslur við gjaldskrá ferjunnar yrðu bornar undir innviðaráðuneytið áður en þær gætu komið til frekari athugunar.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 28. nóvember 2025.