A kvartaði yfir töfum á afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um aðgang að gögnum.
Með hliðsjón af samskiptum A við borgina vegna málsins, og í ljósi eðlis og umfangs beiðninnar, taldi umboðsmaður að enn hefði ekki orðið slíkur dráttur á afgreiðslu hennar að tilefni stæði til frekari athugunar á kvörtuninni að þessu leyti.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 28. nóvember 2025.