Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu málsKvörtun. Innflutningur. Dýr.

(Mál nr. 12706/2024)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu Matvælastofnunar á umsókn um innflutningsleyfi fyrir hund.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns afgreiddi Matvælastofnun málið og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 24. maí 2024.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 16. apríl sl. yfir töfum á afgreiðslu Matvælastofnunar á umsókn yðar 5. febrúar sl., um innflutningsleyfi fyrir hund af nánar tilgreindri tegund.

Í tilefni af kvörtun yðar var Matvælastofnun ritað bréf 3. maí sl. þar sem þess var óskað að stofnunin upplýsti umboðsmann um hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Mér hefur nú borist svar frá stofnuninni, dags. 16. maí sl., þar sem fram kemur að umsókn yðar hafi verið afgreidd 10. þess mánaðar. Þá hefur mér borist afrit af téðri tilkynningu stofnunarinnar til yðar.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu stofnunarinnar á umsókn yðar og þar sem stofnunin hefur nú tilkynnt yður um ákvörðun hennar tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég tek þó fram að farið þér þá leið að leita til atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins, vegna ákvörðunarinnar, og teljið þér yður enn beitta rangsleitni að fenginni niðurstöðu þess, getið þér leitað til mín á nýjan leik með kvörtun þar að lútandi.